Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #975

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. janúar 2024 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Til samráðs -Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg.

Lagt fram til umræðu tillaga til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu og frumvarp til laga um sjávarútveg.

Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda byggða á fyrri umsögnum Vesturbyggðar, umræðum í bæjarráði og umræðum á fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 8. janúar sl.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Til samráðs -Frumvarp til laga um lagareldi

Lagt fram til umræðu frumvarp til laga um lagareldi ásamt drögum að umsögn Vesturbyggðar um frumvarpið.

Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn í samstarfi við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps byggða á fyrri umsögnum Vesturbyggðar, umræðum í bæjarráði og umræðum á fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 8. janúar sl.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umræða um þjóðarsátt í tengslum við kjaraviðræður

Í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ er stefnt að aðkomu ríkis og sveitarfélaga í svokallaðri þjóðarsátt, þar sem m.a. verður óskað eftir að þak verði sett á gjaldskrárhækknir sveitarfélaga.

Almenn hækkun á gjaldskrám Vesturbyggðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er 7,5% sem tók m.a. mið af áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024, en á árinu 2023 voru almennar hækkanir á gjaldskrám 7% sem reyndist nokkuð lægra en verðbólga ársins. Til að koma til móts við barnafjölskylur var fæði í leik,- og grunnskólum ekki hækkað frá árinu 2023.

Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir bæjarráð Vesturbyggðar sig reiðubúið til að taka upp og endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði af þjóðarsátt í tengslum við endurnýjun kjarasamninga þar sem mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum er að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á sveitarfélögum, heimilum og fyrirtækjum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Yfirlit yfir styrkumsóknir og veitta styrki menningar- og ferðamálaráðs árið 2023 lagt fram til kynningar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2023

Lögð fram til kynningar 145. fundargerð Heilbrigðisnefndar með haldinn var 14. desember sl. ásamt gjaldskrá 2024 og fylgiskjölum.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Til samráðs - Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - tillögur verkefnastjórnar

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 22. desember sl. með ósk um umsögn um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - tillögur verkefnastjórnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Til samráðs - Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum um opinberar stofnanir (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits).

Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 22. desember sl. með ósk um umsögn um áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum um opinberar stofnanir (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Mál nr. 27 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101-2010 (málsmeðferð og skilyrði),

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 3. janúar sl. með ósk um umsögn um frumvarp itl laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010(málsmeðferð og skilyrði).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Lögð fram til kynningar 940. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15