Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #978

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. febrúar 2024 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) varamaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Hafnarbakki 12, Patreksfirði - umsóknir um lóð.

Teknar fyrir umsóknir um byggingarlóðina að Hafnarbakka 12, Patreksfirði. Alls bárust 5 umsóknir um lóðina frá eftirfarandi aðilum:

Hlemmavideo ehf.
Oddur Þór Rúnarsson
Guðbjartur Gísli Egilsson
Eskiberg ehf.
Héðinn Hákonarson.

Málið var tekið fyrir á 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem bókað var að dregið yrðu um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fái lóðina úthlutaða.

Bæjarstjóri stjórnaði útdrætti um hver fyrrgreindra umsækjenda fengi lóðina. Héðinn Hákonarson var dreginn úr hópi umsækjenda. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til Héðins Hákonarsonar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Beiðni um uppsetningu á öryggisbúnaði við Svuntufoss

Lagður fram tölvupóstur frá Margréti Brynjólfsdóttur dags. 21. febrúar sl. þar sem bæjarráð er hvatt til að setja upp björgunarhring og viðvörunarskilti við Svuntufoss.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkisins um þjóðlendur á svæði 12

Lagður fram tölvupóstur frá óbyggðanefnd dags. 12. febrúar sl. þar sem sveitarfélögum sem liggja að sjó er kynnt krafa fjármála- og efnahagsráðherra f.h ríkisins að þjóðlendum á svæði 12, eyjar og sker.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Til samráðs - Áform um breytingar á lögum um opinber innkaup.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 21. febrúar sl. með ósk um umsögn um áform um breytingar á lögum um opinber innkaup.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. F212-3118 - athugasemd við afgreiðslu bæjarráðs varðandi forkaupsrétt

Lögð fram til kynningar athugasemd við afgreiðslu bæjarráðs af 977. fundi ráðsins um beiðni um forkaupsrétt málsnr. 2401098. Jafnframt er lagt fram svar Vesturbyggðar við athugasemdinni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Til samráðs -kosningar drög að reglugerðum

Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 20. febrúar sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerðum um kosningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Mál nr. 115 um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 16. febrúar sl . með ósk um umsögn um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 162-2002 (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.).

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 05.febrúar sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002 (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Til samráðs - Breytingar á reglugerð um rafrænar þinglýsingar (þjónustunotendur).

Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 13. febrúar sl. með ósk um umsögn um breytingar á reglugerð um rafrænar þinglýsingar (þjónustunotendur).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Regluverk um búfjárbeit -sjónarmið matvælaráðuneytis

Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 14. febrúar sl. þar sem sjónarmið matvælaráðuneytis varðandi regluverk um búfjárbeit eru skýrð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Til samráðs - Kosningar drög að reglugerð

Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 13.febrúar sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um kosningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Mál nr. 112 um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76-2003 (greiðsla meðlags)

Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- pg menntamálanefnd Alþingis dags. 13. febrúar sl. með ósk um umsögn frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags)

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Lögð fram til kynningar 943. fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Lögð fram til kynningar 943. fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2024

Lögð fram til kynningar 146. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis ásamt ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðar 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024

Lögð fram til kynningar 220. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 29. janúar sl.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2024

Lagðar fyrir til kynningar fundargerðir frá 58. og 59. stjórnarfundi stjórnar Vestfjarðastofu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00