Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #980

Fundur haldinn í fjarfundi, 26. mars 2024 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Sameiginleg bakvakt í barnavernd á Vestfjörðum

Á fundi framkvæmdaráðs velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldinn var 19. mars s.l. voru lagðar fram tillögur sviðs- og félagsmálastjóra á Vestfjörðum um sameiginlega bakvakt barnaverndarþjónustu með eftirfarandi bókun:

"Framkvæmdaráð leggur til við aðildarsveitarstjórnir samningsins að þær samþykki tillöguna."

Vísað er til 11. gr. samnings um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem segir m.a. að framkvæmdaráð sé rekstrarráð velferðarþjónustu Vestfjarða og hafi umsagnar- og tillögurétt er varðar rekstur og fjárhag málaflokka sem undir samninginn heyra.

Lagt er til að bæjarráð taki vel í beiðnina og feli sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna bakvaktanna.

Bæjarráð tekur vel í tillöguna og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styktarsjóður EBÍ 2024

Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 21. mars 2024, þar sem vakin er athygli á styrktarsjóði EBÍ 2024. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálaum í aðildarsveitarfélögum.

Bæjarstjóra falið að undirbúa umsókn um styrk.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Vesturbyggð - Örútboð á raforku

Lagðar fyrir niðurstöður örútboðs á raforku.

Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðandi í raforkuútboði með fyrirvara um að hæfisskilyrði séu uppfyllt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsagnarbeiðni - Breyting á rekstrarleyfi - Flak - verbúðunum við Eyrargötu

Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 18.mars sl. um umsögn SogS veitingar um breytingu á rekstrarleyfi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á rekstrarleyfinu. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemina og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Lagðar fram til kynningar 945. og 946. fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. 69. fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, 10. apríl 2024

Lagt fram til kynningar fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 11. mars 2024, vegna 69. fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, sem haldið verður 10. apríl 2024 á Ísafirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Til samráðs -Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2024-2027

Lagður fram tölvupóstur frá forsætisráðuneytinu dags. 11. mars sl. með ósk um umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2024 - 2027

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Til samráðs - drög að frumvarpi um breytingu á lögum um opinber innkaup

Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 11. mars sl. með ósk um umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um opinber innkaup.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Til samráðs -kosningar, kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga

Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 13. mars sl. með ósk um umsögn um kosningar-kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Mál nr. 125 um hagkvæmniathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 15. mars sl. með ósk um umsögn um hagkvæmniathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Ákall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Lagður fram tölvupóstur frá starfshópi á vegum umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 20. mars sl. með ákalli eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Sveitarstjórnarkosningar 2024

Sveitarstjórnarkosningarnar hafa verið auglýstar og þar með boðaðar 4. maí n.k. með auglýsingu í Stjórnartíðindum 21. mars sl. Framboðsfrestur er til 12 á hádegi föstudaginn 29. mars n.k.
Enn fremur hefur Þjóðskrá Íslands verið upplýst um boðaða íbúakosningu fyrir heimastjórnir sem haldnar verða sama dag, 4. maí n.k. Reglur um um heimastjórnarkosningar í Sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa verið birtar í B deild Stjórnartíðinda.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00