Hoppa yfir valmynd

Úthlut­anir úr Fisk­eld­is­sjóð

Stjórn Fisk­eldi­sjóðs hefur úthlutað styrkjum til eflingar innviða og atvinnu­lífs í sveit­ar­fé­lögum þar sem sjókvía­eldi er stundað.


Skrifað: 24. apríl 2024

Fréttir

Hefur sjóðurinn ákveðið að styrkja fjögur verkefni í Vesturbyggð, alls um 89.1 milljón kr. Verkefni sem hlutu styrk eru:

Nýbygging leik- og grunnskóla á Bíldudal, 46,5 milljón kr.

Kaup og uppsetning varmadælu við sundlaug á Patreksfirði, 13 milljón kr.

Rannsóknarými – Verbúðin, Patreksfirði, 7,2 milljón kr.

Endurnýjun skólalóðar Patreksskóla, 22,5 milljón kr.

Alls bárust 29 umsóknir samtals að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarður króna. Stjórn sjóðsins ákvað að veita styrki til 16 verkefna í sjö sveitarfélögum, samtala að upphæð 437.2 milljónir króna.