Selárdalur

Selárdalur, © Mats Wibe Lund
Selárdalur, © Mats Wibe Lund

Selárdalur er einn Ketildala og ystur þeirra sem í byggð hafa verið við suðurströnd Arnarfjarðar.

 

Jarðir í Selárdal hafa verið kirkjustaðurinn Selárdalur, fyrrum nefndur Staðurinn, Neðribær, Uppsalir (fremri- og neðri-), Klettur/ síðar Melstaður/ síðar Brautarholt, Krókur og Kolbeinsskeið, kallað Skeið og Skarðsmýrarfoss sem álitið er að hafi lagst af í svartadauða. Hjáleigur innantúns frá Selárdalsstað hafa verið Selárdalshús, Kálfatjörn, Rimi og Tóft. Nýbýlið Fossá var um skamman tíma frá Uppsölum.

 

Þann 20. september árið 1900 fórust fjórir bátar og sautján menn létust, frá Selárdal og bæjum í Arnarfirði. Ellefu konur urðu ekkjur eftir þennan hörmulega atburð, tuttugu og fjögur börn urðu föðurlaus og tveir 14 ára gamlir drengir fórust með einum bátanna. Minnisvarði var reistur í Sélardal árið 2000 sem er tileinkaður þessu slysi.

 

Í Brautarholti í Selárdal átti Samúel Jónsson (1884-1969) heima lengi og sjást þar verk hans, höggmyndir og bygginar.

 

Þá er einnig kunnur Seldælingurinn Gísli Gíslason á Uppsölum í Selárdal. Hann varð þjóðkunnur í sjónvarpsþætti þar sem fram kom að hann hafði lifað og starfað mest alla 20. öldina án þess að nýta sér þægindi eins og rafmagn, vinnuvélar og ökutæki.

 

 

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is