BŠjarfulltr˙ar Vesturbygg­ar funda me­ forsvarsm÷nnum Fjar­alax

Bæjarfulltrúar Vesturbyggðar átti fund í morgun þar sem Einar Örn framkvæmdastjóri Fjarðalax kom á símafund.

Ekki fengust frekari upplýsingar frá Einari aðrar en þær sem komu fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, en frekari fregna væri að vænta innan tíðar um framtíðarstaðsetningu vinnslu. Einar taldi að áhyggjur Verkalýðsfélags Vestfirðinga af hópuppsögn á Patreksfirði væru byggðar á misskilningi. Ákveðið var af bæjarfulltrúum að leita til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um að meta áhrif af áformum fyrirtækisins.

Ákveðið var að funda að nýju fljótlega eftir páska á Patreksfirði með forsvarsmönnum fyrirtækins.

Skrifa­u athugasemd:Til baka
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is