FrŠ­slufundur um snjˇflˇ­amßl

Snjˇflˇ­ ß KirkjubˇlshlÝ­ Ý Skutulsfir­i Ý jan˙ar 2008
Snjˇflˇ­ ß KirkjubˇlshlÝ­ Ý Skutulsfir­i Ý jan˙ar 2008
Veðurstofa Íslands býður til opins fræðslufundar um snjóflóðamál sem haldinn verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði fimmtudaginn 11. október kl. 17:30.

Harpa Grímsdóttir mun segja frá verkefnum Veðurstofunnar og Snjóflóðaseturs og Tómas Jóhannesson mun fjalla um varnarvirki og snjódýptarmælingar á upptakasvæðum. Í lokin er gert ráð fyrir spurningum og umræðum. Áætlað er að dagskráin taki um klukkutíma og eru allir velkomnir.

Þessi dagskrá er hluti árlegs samráðsfundar snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar á Veðurstofunni sem að þessu sinni fer fram á Patreksfirði dagana 10.-12. október.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar og ræða um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu.
 

Skrifa­u athugasemd:Til baka
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is