Grenjavinnsla

Vesturbyggð auglýsir eftir aðilum til grenjaleita og grenjavinnslu í Vesturbyggð. Tekið er við umsóknum til 31. maí næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið baejarstjori@vesturbyggd.is.

Óskað er eftir umsækjendum fyrir fimm svæði, skv. gömlu hreppaskiptingunni.

  1. Rauðasandshreppur
  2. Patrekshreppur
  3. Barðastrandarhreppur
  4. Suðurfjarðahreppur
  5. Ketildalahreppur

Til greina kemur að ráð fleiri en einn aðila innan hvers svæðis og skal tekið fram í umsókn um hvaða svæði er sótt.

Ákvörðun um ráðningu verður tekin eftir að umsóknarfresti lýkur og miðað er við að umsækjendur hefji störf í byrjun júní, skv. samkomulagi.  

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri Friðbjörg Matthíasdóttir.

Skrifađu athugasemd:Til baka
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is