Kynning vegna breytinga á Ađalskipulagi Vesturbyggđar

Kynning vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi:

Aðalskipulagsbreyting, íbúðarsvæði við Lönguhlíð og verslunar- og þjónustusvæði á Patreksfirði.

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt en einnig lagfæring á landnotkunarreit V4 á Patreksfirði en hann er stækkaður miðað við núverandi ástand.

Breytingin verður til sýnis á skrifstofu tæknideildar Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 mánudaginn 22. desember frá 15-17.

Tillagan verður síðan auglýst formlega í kjölfarið og gefst þá frestur til að gera athugasemdir við tillöguna.

Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Skrifađu athugasemd:Til baka
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is