Mikil grˇska Ý fiskeldi ß sunnanver­um Vestfj÷r­um

Laxar Ý sjˇkvÝum Fjar­alax ß Vestfj÷r­um. - MYND/FJARđALAX.
Laxar Ý sjˇkvÝum Fjar­alax ß Vestfj÷r­um. - MYND/FJARđALAX.

Störf í kringum fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum eru í dag í kringum 130 og hafa þau aukist jafnt og þétt síðustu ár. Starfandi eru sex fiskeldisfyrirtæki á svæðinu, en það eru Fjarðalax sem er með kvíar í Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði, þar starfa 69 manns þar af  60 á sunnanverðum Vestfjörðum. Arnarlax sem er með kvíar í Arnarfirði og er með 36 starfsmenn. Bæjarvík sem er dótturfyrirtæki Arnarlax en þar starfa 4 starfsmenn. Bæjarvík er með umsjón yfir seiðaeldi fyrir Arnarlax. Tungusilungur í Tálknafirði og jafnframt elsta fiskeldið á svæðinu er með 7 starfsmenn, hluti af þeim er í hálfu starfi. Arctic Smolt sem hét áður Dýrfiskur er með seiðaeldisstöð í Tálknafirði en þar starfa 7 manns og við byggingavinnu fyrir seiðaeldisstöðina er fjöldi starfsmanna á milli 10 og 20 fer það eftir árstíma. Á Barðaströnd er bleikjueldi sem nefnist Fiskabúrið en þar eru starfandi 2 starfsmenn í hlutastarfi.

 

Þetta er fyrir utan afleidd störf sem skapast í kringum eldin. Mikill vöxtur er í greininni að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna og mikil gróska framundan.

Til baka
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is