Rekstur upplřsingami­st÷­var sumari­ 2017

Vesturbyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði sumarið 2017.

Gerð er krafa um að lágmarki 8 klukkutíma opnun á virkum dögum og 4 klukkutíma opnun um helgar.

Gert er ráð fyrir að upplýsingamiðstöðin opni í síðasta lagi 15. maí og loki í fyrsta lagi 15. september.

Áhugasamir eru beðnir um að skila inn stuttri greinagerð á netfangið baejarstjori@vesturbyggd.is fyrir miðvikudaginn 15. mars næstkomandi þar sem fram kemur hvernig fyrirkomulag upplýsingamiðstöðvarinnar er hugsað.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá Friðbjörgu Matthíasdóttur, bæjarstjóra í síma 450-2300.

Til baka
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is