Skipulagsmál í Vesturbyggđ

Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Laxeldi, efnislosun og efnistaka, landnotkun í útjaðri þéttbýla og iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrennis.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 10 desember 2012 að auglýsa tillöguna. Tillagan var til sýnis á bæjarskrifstofunni að Aðalstræti 63 og á heimasíðu Vesturbyggðar  frá og með  1. Janúar 2013 til 26. febrúar 2013..

 

Athugasemdir bárust og hafa umsagnir bæjastjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á tillögunni til samræmis við athugsemdir. Urðunarsvæði í Vatneyrarhlíðum verður skilgreint sem efnislosunar svæði og náma í landi Kross á Baraströnd var skilgreind. Bæjarstjórn samþykkti aðalskipulagsbreytinguna  á fundi sínum þann 17. apríl sl. og hefur skipulagið verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 52.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt aðalskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Ármann Halldórsson skipulagsfulltrúi

Skrifađu athugasemd:Til baka
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is