Vestfjar­arvegur 60, bˇkun bŠjarrß­s Vesturbygg­ar

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti eftirfarnadi bókun á 711. fundi sínum í gær:

"Bæjarráð Vesturbyggðar harmar niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að hafna beiðni Vegagerðarinnar um tillögu að matsáætlun vegna nýrrar veglínu Vestfjarðavegar 60 í Gufudalssveit. Mikil breytingar hafa verið gerðar á fyrri tillögum sbr. svokallaða B leið til þeirra tillagna sem Skipulagsstofnun tók nú afstöðu til.

Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur Alþingi til að setja sérstök lög um lagningu vegar í Gufudalssveit."


Um þetta mál er ekkert frekar að segja enda vita allir afstöðu bæjarstjórnar og samfélagsins alls sem er orðið langþreytt á lagaflækjum og úrræðaleysi þegar kemur að þessari vegagerð. Þetta verður að leysa og það verður einungis gert með lagasetningu, strax, enda getur samfélagið ekki beðið eftir því farið verði í enn eitt umhverfismatið og nýja veghönnun.

Skrifa­u athugasemd:Til baka
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is