Atvinna í bođi hjá Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa Patreksfirđi

Ráðsmaður óskast í sumarafleysingar

Viðkomandi þarf að vera laghentur og lipur og hafa ökuréttindi. Iðnmenntun er kostur. Kjör fara eftir kjarasamningi viðkomandi.

Starfsmaður óskast í garðslátt o.fl.

Óskað er eftir áhugasömum einstaklingi  til þess að sinna garðslætti við heilbrigðisstofnunina í sumar, auk ýmissa tilfallandi verkefna undir stjórn ráðsmanns. Starfið getur hentað  ungum einstaklingi, en æskilegt er að viðkomandi hafi ökuréttindi.

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa, til afleysinga og/eða fastra starfa

Sjúkraflutningamenn óskast til hlutastarfa á vöktum hjá HVest, til þess að sinna sjúkraflutningum á sunnanverðum Vestfjörðum. Kjör fara eftir kjarasamningi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Við viljum gjarnan fjölga sjúkraflutningamönnum í liði okkar. Ef þú hefur áhuga á að gerast sjúkraflutningamaður, þá mun stofnunin kosta grunnmenntun og tryggja góða aðlögun, gegn því að viðkomandi skuldbindi sig til starfa hjá stofnuninni í tiltekinn tíma. Um er að ræða mjög áhugaverð hlutastörf á vöktum, sem eru í senn krefjandi og gefandi og útheimta góða líkamlega og andlega færni.

 


Meira

Sumarstarfsfólk á Vegamótum

Vegamót á Bíldudal óskar eftir fólki í vinnu í sumar á vaktir. Hugmyndin er að hafa rúllandi vaktir.

Við leitum að duglegu, samviskusömu og heiðarlegu starfsfólki sem er tilbúið að takast á við mikla og krefjandi vinnu í sumar. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á t.d. shusy gerð og til að læra ýmislegt um matargerð. Þar sem kokkurinn okkar er matreiðslumeistari og snillingur í öllu sem við kemur mat og framsetningu borðhalds.

 


Meira

Laus störf hjá Leikskóla Vesturbyggđar Leikskólakennarar

Leikskóli Vesturbyggðar -Araklettur

Leikskólakennarar, leikskólaliðar eða starfsmenn með aðra menntun sem nýtist í starfi óskast til starfa á Araklett.
Araklettur er 3 deilda leikskóli á Patreksfirði. Lögð er áhersla á lífsmennt og læsi

Vakin er athygli á Skólastefnu Vesturbyggðar og jafnréttisáætlun Vesturbyggðar.

Aðstoð í eldhúsi og ræsting 100% staða. Um er að ræða framtíðarstarf.

Hæfniskröfur: Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum, frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, stundvísi og reglusemi og æskilegt er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu.


Meira

Launafulltrúi/gjaldkeri óskast til starfa hjá Vesturbyggđ.

Sveitarfélagið Vesturbyggð auglýsir eftir launafulltrúa/gjaldkera í lifandi og skemmtilegt starf. Við leitum að einstaklingi sem er nákvæmur, talnaglöggur og agaður í vinnubrögðum. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund og vera reiðubúinn að sinna fjölbreyttum verkefnum í ört vaxandi sveitarfélagi. Launakjör samkvæmt kjarasamningi starfsmanna sveitarfélaga. Starf launafulltrúa/gjaldkera er fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.


Meira

Arnarlax leitar eftir vaktstjóra

Vaktstjóri í sjódeild-fiskeldi Á Patreksfirði og Tálknafirði

Unnið á 7 daga vöktum og 7 daga frí

Starfið felur í sér:

  • að geta stýrt og tekið þátt í daglegri framleiðslu allt frá útsetningu seiða til slátrunar
  • að hafa umsjón með mönnun á vöktum

Viðkomandi:

  • Þarf að hafa 12m skipstjórnarréttindi
  • Þarf að hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Þarf að sýna frumkvæði og vera skipulagður

 Umsóknarfrestur er til og með 6.mars

 Áhugasamir sendi umsókn á anna@arnarlax.is


Meira

Tölvur og net auglýsa eftir tćknimanni

Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði tækni- og tölvuvinnu á sunnanverðum vestfjörðum.

Starfið hentar bæði konum og körlum.

Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og geta starfað sjálfstætt

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna Einarsson í síma 659-0050 eða bjarni@ton.is


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is