Patreksdagurinn 2018

Patreksdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Patreksfirði laugardaginn 17. mars. 

Klukkan 16:00 verður teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn sýnd í Skjaldborgarbíói og klukkan 20:00 verður kvöldskemmtun í Skjaldborgarbíói þar sem Svavar Knútur mun skemmta með aðstoð heimamanna.

Albína, Gillagrill og Fjölval munu vera með skemmtileg tilboð í tilefni dagsins.

Dagskráin er öllum opin og í boði Vesturbyggðar


Meira

Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2030 - Endurskoðun

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni:

Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2030-endurskoðun

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldnir hafa verið þrír kynningarfundir um verkefnið þann 9. og 10. janúar á Patreksfirði og Bíldudal og á Birkimel 2. mars. Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum bæjarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2018 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.


Meira

Breiðafjarðarferjan Baldur áætlar að hafja siglingar að nýju um eða eftir helgina

Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum má gera ráð fyrir að Baldur komist í sína fyrstu siglingu eftir langt bilanastopp á sunnudag eða mánudag ef allt gengur að óskum.

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Sæferða í síma 433 2254


Meira

Sálfræðingur

Emil Einarsson sálfræðingur verður  með viðtalstíma á Patreksfirði eftirfarandi daga: 

Janúar 25-26

Febrúar 22-23

Mars 22-23

Apríl 26-27

Maí 24-25

Júní 21-22

Til að panta tíma hjá Emil þarf að hafa samband beint við hann í netfangið emilsalfr@gmail.com 


Meira

Grenndarkynning-Tjarnarbraut 13

Grenndarkynning-Tjarnarbraut 13

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ákveðið að láta fara fram grenndar­kynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna raðhúss við Tjarnarbraut 13 sbr. meðfylgjandi teikningu.

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur frá ætlaðri móttöku þessa bréfs, þ.e. til og með 9. feb 2018. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar eða í síma 450 2300 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10-12.30 og 13-15. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Grenndarkynningargögn


Meira

Verkstjóri í áhaldahúsið á Patreksfirði óskast!

Vesturbyggð óskar eftir að ráða verkstjóra í áhaldahús Vesturbyggðar, Patreksfirði. Starfið felst í umsjón og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir, gatnakerfi og umhirðuverkefni á vegum sveitarfélagsins. Næsti yfirmaður er forstöðumaður tæknideildar.

Menntunar og hæfniskröfur eru vinnuvélaréttindi, iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.  Lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi bæjarstarfsmanna.

Umsóknarfrestur er til og með 3.nóvember 2017.


Meira

ALÞINGISKOSNINGAR laugardaginn 28. október 2017

Kjörstaðir í Vesturbyggð og upphaf kjörfunda verða sem hér segir:

Patreksfjörður

Kosið í Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Kjördeildin opnar kl. 10:00.

Bíldudalur

Kosið í Baldurshaga félagsheimilinu á Bíldudal.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Krossholt

Kosið í Birkimelsskóla.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Íbúar fyrrum Rauðasandshrepps eru skráðir í kjördeildinni á Patreksfirði.

Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunum Aðalstræti 63, Patreksfirði og á skólaskrifstofunni í Skrímslasetrinu, Bíldudal.

Vesturbyggð, 11. október 2017.

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.


Meira

Lyftaranámskeið

Námskeið í stjórn og meðferð GAFFALLYFTARA verður haldið á Ísafirði

Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12

  1. og 27. október 2017.

(tveggja daga námskeið).Ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjald kr 24.000

Skráning og upplýsingar í síma 550-4600.

https://skraning.ver.is/skraning.aspx?nid=14150

 

Einnig í netfang vinnueftirlit@ver.is

Vinnueftirlitið,


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 18. október 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 313. fundur, haldinn 21. september.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 812. fundur, haldinn 10. október.

3.Bæjarráð – 813. fundur, haldinn 17. október.

4.Bæjarráð – 814. fundur, haldinn 18. október.

5.Fræðslu- og æskulýðsráð – 36. fundur, haldinn 10. október.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 39. fundur, haldinn 27. september.

7.Skipulags- og umhverfisráð – 40. fundur, haldinn 16. október.

Almenn erindi

8.Alþingiskosningar 2017 – kjörskrá.


Meira

Vesturbyggð og Húsið – House of creativity

Við óskum eftir fólki til þess að útbúa margnota poka sem síðan verður dreift í verslanir á svæðinu og notaðir í stað plastpoka.

Ætlunin er að hittast í Húsinu Aðalstræti 72 á Patreksfirði þriðjudaginn 10. okt. kl 19:30

Einnig óskum við eftir bolum til þess að nota í pokagerðina. Koma má með boli á viðburðinn en einnig er karfa fyrir utan húsið þar sem skilja má bolli eftir fyrir verkefnið.

Ætlunin er að útbúa 300 poka næstu 4 þriðjudaga og eftir það starta verkefninu í verslunum á svæðinu.

Nánar um verkefnið hér

https://www.husid-workshop.com/taupokagerd


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is