1003 íbúar í Vesturbyggð

Við fögnum því um þessar mundir að íbúar Vesturbyggðar eru orðnir 1003. Þúsundasti íbúinn okkar er Adelia Felizardo Valsdóttir sem er 10 ára gömul og hefur hún skólagöngu í Grunnskólum Vesturbyggðar á nýju ári. Foreldrar hennar eru Adelia Santos Mondlane og Guðmundur Valur Stefánsson. Þau starfa bæði hjá Fjarðarlaxi. Bróðir hennar Adeliu heitir Elias Gastao Cumaio og hefur hann nám við framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Snæfellinga á nýju ári.

Fjölskyldan er búsett á Patreksfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur boðað fjölskylduna á fyrsta fund bæjarstjórnar á nýju ári þar sem Adeliu verður veitt viðurkenning.

Vesturbyggð býður fjölskylduna hjartanlega velkomna í sveitarfélagið

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is