19. júní í Vesturbyggð

Bæjarráð samþykkti í gær að gefa frí eftir hádegi þann 19. júní í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi, á þeim stofnunum Vesturbyggðar sem hægt er að koma því við.

Ennfremur hvetur bæjarráð konur til þess að sækja hátíðarhöld sem verða á Patreksfirði og hefjast kl. 13 þann 19. júní en Vesturbyggð mun bjóða upp á hátíðardagskrá og hádegisverð í Félagsheimili Patreksfjarðar. Rútuferðir verða í boði frá Bíldudal og Barðaströnd ef næg þátttaka fæst.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is