30 ára afmæli Minjasafns Egils Ólafssonar Hnjóti Örlygshöfn

 

Laugardaginn 22. júní býður Minjasafn Egils Ólafssonar til afmælisveislu á safninu kl. 15:00.

Á laugardaginn verða 30 ár síðan Egill Ólfasson og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir gáfu Vestur-Barðastrandarsýslu safnið, 22. júní árið 1983. Þann sama dag var Minjasafn Egils Ólafssonar vígt af Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands.

Dagskráin hefst kl. 15:00

Indriði Indriðason sveitastjóri Tálknafjarðarhrepps heldur erindi: Aðkoma sveitarfélaga að safnarekstri og mikilvægi fyrir sjálfsvitund samfélags.

Úlfar Thoroddsen heldur erindi til minningar um Egil og Ragnheiði: Sæl verið þið, sæll er ég.

Kaffihlaðborð

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Minjasafn Egils Ólafssonar

Hnjóti Örlygshöfn

Sími: 456-1511

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is