Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2030 - Endurskoðun

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni:

Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2030-endurskoðun

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldnir hafa verið þrír kynningarfundir um verkefnið þann 9. og 10. janúar á Patreksfirði og Bíldudal og á Birkimel 2. mars. Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum bæjarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2018 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

Um er að ræða deiliskipulag Strandgötu 1 og nærliggjandi lóða á Bíldudal. Deiliskipulagssvæðið er samtals 1,15 ha.
Lýsing skipulagsverkefnis og deiliskipulagstillagan verða til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63 frá og með mánudeginum 5. mars til 16. apríl 2018 og lýsing skipulagsverkefnis einnig hjá Skipulagsstofnun á Borgartúni 7b í Reykjavík.

Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna til 16. apríl 2018. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.

Virðingarfyllst

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Endurskoðun aðalskipulags - Lýsing

Deiliskipulagstillaga Strandgata 1 Bíldudal

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is