Afturköllun ráðningar skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar

Síðastliðinn föstudag, 8. janúar náðist samkomulag við Kristinn Jóhann Níelsson um að hann tæki að sér að stýra Tónlistarskóla Vesturbyggðar á vormisseri í veikindaleyfi skólastjóra. Við frekari úrvinnslu á gögnum hefur fræðslunefnd og bæjarstjórn Vesturbyggðar ákveðið að falla frá þeirri ákvörðun að ráða Kristin.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að hægt verði að hefja kennslu í skólanum um mánaðarmótin janúar/febrúar eins og áður hafði komið fram. Einar Bragi Bragason tónlistarkennari verður skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og mun hann koma til starfa strax í næstu viku. Jafnframt verður auglýst eftir öðrum tónlistarkennara til að starfa við hlið Einars Braga.  Innritun í tónlistarskólann verður auglýst eins fljótt og kostur er.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is