Árnahús á Bíldudal til leigu

Til leigu er Langahlíð 18, Árnahús. Húsið er auglýst til langtímaleigu með kvöð um takmarkaða notkun frá 1. nóvember til 1. apríl. Skilyrði fyrir leigunni er að húsinu verði vel viðhaldið og umhverfi hússins snyrtilegt. Ekki má breyta útliti hússins nema í samráði við eigendur. Óskað er eftir tilboði í leigu á húsinu og skilgreina þarf hverskonar starfsemi eigi að fara fram í húsinu.

Húsið er til sýnis í samráði við forstöðumann tæknideildar Vesturbyggðar, en rétt er að taka fram að húsið er í slæmu ásigkomulagi og gerð er krafa um að leigutaki komi húsnæðinu í ásættanlegt horf utanhúss, innan tveggja ára.

Tilboð skal senda á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða skila inn til Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði fyrir 22. maí 2018.

Nánari upplýsingar veita forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar og bæjarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is