Ársreikningar og áætlanir Vesturbyggðar

Síðari umræða vegna ársreiknings 2017 fór fram á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar mánudaginn 30. apríl sl. þar sem ársreikningurinn var samþykktur. 

Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2017 er betri en fjárhagsáætlun ársins 2017 með viðaukum gerði ráð fyrir, og skilar samstæða Vesturbyggðar A og B-hluti, 35,7 millj.kr. jákvæðum rekstrarafgangi. Skýrist það einkum af hærri framlögum úr Jöfnunarsjóði, auknum þjónustutekjum og lægri fjármagnskostnaði. Framkvæmdir voru miklar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Tekjur sveitarfélagsins og launakostnaður eru hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2017, sem skýrist af einskiptis 40 millj.kr. greiðslu til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Skuldahlutfall í árslok 2017 var 113% og lækkar á milli ára en í árslok 2016 var það 119%

Bent er á að hægt er að nálgast ársreikninga og áætlanir bæði nýjustu og eins eldra efni á heimasíðu Vesturbyggðar. Heimasíðan er komin til ára sinna en unnið er að nýrri heimsíðu sem verður bæði aðgengilegri og skemmtilegri í notkun.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is