Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti þann 25. febrúar 2013 breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 og nýtt deiliskipulag vegna Krossholt/Langholt á Barðaströnd í Vesturbyggð. Deiliskipulagssvæðið er um 54 ha að stærð og innan þess eru þrjú svæði með núverandi byggingum og áætlaðri viðbótarbyggð. Umhverfis byggðasvæðin er útivistarsvæði og landbúnaðarland sem er óbyggt. Athugasemdir bárust á auglýsingartíma við bæði aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagið og hefur þeim aðilum verið send umsögn bæjarstjórnar. Vesturbyggð hefur sent aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar og óskað eftir leyfi til þess að deiliskipulagið öðlist samþykki með birtingu auglýsingar í b-deild stjórnartíðinda. Hægt er að skjóta skipulaginu til Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Ásthildur Sturludóttir
Bæjarstjóri Vesturbyggðar