Auglýsing um skipulagslýsingu vegna Krossholts-Langholts

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Hér er birt auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna Krossholts-Langholts á Barðaströnd.

Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna Krossholts-Langholts á Barðaströnd sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á fundi skipulags- og bygginganefndar Vesturbyggðar þann 6/7 2012 og á fundi bæjarstjórnar þann 12/7 2012 var skipulagslýsingin samþykkt. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tilefni aðalskipulagsbreytingar eru áform um gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðra breytinga á jörðunum Krossholti og Langholti. Skilgreint er nýtt íbúðarsvæði og svæði fyrir frístundabyggð vestan Móru. Íbúðarsvæði við Krossholt stækkað sem nemur 2-3 lóðum þ.e. úr 12 lóðum í gildandi aðalskipulagi í 14-15 lóðir. Ástæða breytingarinnar er aukin eftirspurn eftir lóðum á svæðinu og að skilgreina betur núverandi og fyrirhugaða landnotkun á svæðinu.

Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar www.vesturbyggd.is og í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði, frá 16. júlí - 30. júlí 2012 á skrifstofutíma.

Athugasemdir við skipulagslýsinguna skulu berast Skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði eigi síðar en 30/7 2012 og skulu þær vera skriflegar.

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um aðalskipulagsbreytinguna og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.


Ármann Halldórsson
Bygginarfulltrúi Vesturbyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is