Auglýsing vegna skipulagslýsingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Bíldudal

Auglýsingum skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Um er að ræða breytingu vegna nýs iðnaðarsvæðis á Bíldudal og nýjar hættumatslínur vegna ofanflóða á Patreksfirði.   Lýsingin er meðal þess sem kynnt verður á íbúafundinum þann 3. sept.


Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs iðnaðarsvæðis á Bíldudal og nýjar hættumatslínur vegna ofanflóða á Patreksfirði í sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Vesturbyggðar þann 16. ágúst 2013 og verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þann 2. september 2013.


Viðfangsefni breytingarinnar er breytt afmörkun þéttbýlis á Bíldudal, nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal og breyttar hættumatslínur vegna ofanflóða á Patreksfirði. Þessi breyting kemur til þar sem á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í fiskeldi í Arnarfirði. Til þess að vinna afurðir frekar á að reisa sláturhús og fiskvinnslu á Bíldudal. Í gildandi skipulagi er ekki á lausu iðnaðarsvæði sem hæfir þessari starfsemi. Breyting á hættumatslínum á Patreksfirði kemur til vegna fyrirhugaðra nýrra snjóflóðavarna.


Skipulagslýsingin er nú til kynningar í tvær vikur í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar www.vesturbyggd.is og á bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði, frá  3. september – 17. september 2013 á skrifstofutíma.


Skipulagslýsingin verður einnig kynnt á fundi á Bíldudal þann 3. september nk. í Baldurshaga á Bíldudal.

Athugasemdum skal skila til bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði eigi síðar en 17. september 2013 og skulu þær vera skriflegar.


Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um aðalskipulagsbreytinguna og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Vesturbyggð í ágúst 2013

Ármann Halldórsson

Skipulagsfulltrúi

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is