Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst eindregið gegn sameiningu heilbrigðisstofnana á Ísafirði og Patreksfirði.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bókaði á fundi sínum þann 7. okt eftirfarandi vegna hugsanlegra sameininga heilbrigðisstofnanna. 

Eins og samgöngum er háttað í dag þá gætu Patreksfjörður og Ísafjörður allt eins verið í sitt hvorum landsfjórðungnum, 9 mánuði ársins. Ekki er hægt að sjá að fjarstýring heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði frá Ísafirði leiði til styrkari stjórnar, aukins sjálfstæðis eða betri, öruggari og sveigjanlegri þjónustu við íbúana. Þessi aðgerð er einnig líkleg til að draga úr þeirri sjálfseflingu sem nauðsynleg er samfélögum á landsbyggðinni. Í lokin má velta fyrir sér hvort sameiningar heilbrigðisstofnana á Íslandi hafi gefið af sér nægilega góða raun og má þar líta til umræðu um Landsspítala.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is