Bæjarstjórn Vesturbyggðar bókaði vegna rafmagnsleysis á Barðaströnd

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi bæjarráðs Vesturbyggðar vegna rafmagnsleysis sem varð á Barðaströnd.

Í tilefni af rafmagnsleysi sem varð 6. júlí sl. á Barðaströnd þá vill bæjarráð Vesturbyggðar taka undir bókun frá því í janúar 2013 þar sem skorað er á Orkubú Vestfjarða að tryggja raforkuöryggi og varaafl á Vestfjörðum. Það er ótækt að um mitt sumar fari rafmagn af í 7 klukkutíma vegna bilana á línum á svæðinu. Þetta atvik sannar enn og aftur hversu mikilvægt það er að endurnýja línur á Vestfjörðum, varaafl verði aukið og flutningsöryggi raforku sé tryggt á svæðinu.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is