Bæjarstjórn ályktar um þjóðveg 60

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lagði fram eftirfarandi bókun á síðasta fundi.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar harmar það ófremdarástand sem skapast hefur vegna vegagerðar á þjóðvegi 60 í Kjálkafirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur ríka áherslu á að vöktun og hreinsun vegarins verði sett í forgang og fundin verði nú þegar varanleg lausn á þessu alvarlega ástandi svo öryggi vegfarenda verði tryggt.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is