Baldri seinkar

Baldur
Baldur
Viðhald á Breiðafjarðarferjunni Baldri hefur reynst tímafrekara en búist var við.

 

Upp kom að hluti lagfæringa rejunnireynist seinlegri en gert var ráð fyrir og lítið við það ráðið. Áætlað er nú að fyrsta ferð verði farin 10. október.

Eins og áætlað var er siglt í Flatey þrjá daga í viku á Særúnu. Bent er á að samkvæmt heimild frá Vegagerðinni má ein ferðin framlengjast yfir á Brjánslæk í viku hverri ef séstakar ástæður væru fyrir hendi. Ef svo þarf að vera á að hafa samband við afgreiðslu Sæferða með fyrirvara þannig að hægt væri að kynna þannig áætlunnarbreytingu.

Þess utan er áætlun Særúnar sem hér segir.

Föstudaginn 5. Október
Sunnudaginn 7. Október
Þriðjudaginn 9. Október

Farið verður frá Stykkishólmi klukkan 15:00. Áætlaður siglingatími til Flateyjar 1 klst 20 mín.
Frá Flatey klukkan 18:00 **

(**Ef fyrir liggur að engir farþegar eru fram og til baka í Flatey samdægurs er brottför frá Flatey klukkan strax til baka frá Flatey)

Ef farið er til Brjánslækjar er reiknað með brottför frá Brjánslæk kl 17:30 og frá Flatey kl 18:30.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is