Bíldudals grænar 27-30 júní

Fjölskylduhátíðin Bíldudals grænar… 2013 verður haldin í sjötta sinn dagana 27. júní til 30. júní nk. Dagskrá verður fjölbreytt að vanda: Leiksýningar, safnasýningar, tónleikar, sjóferðir, íþróttakeppnir, skoðunarferðir, markaðstjald og fleira. Arnfirðingar sjá um flest skemmtiatriða enda er hátíðin liður í því að viðhalda þeirri miklu menningar-, lista- og sagnahefð sem Arnfirðingar hafa löngum verið þekktir fyrir og skila henni til komandi kynslóða.Verkefnið er á forræði Arnfirðingafélagsins í Reykjavík en margir aðilar koma að málum, bæði einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og íbúar Bíldudals. Markmið hátíðarinnar eru að kynna ferðafólki arnfirska menningu, efla tengsl milli Arnfirðinga sem og auka tekjur af ferðafólki í byggðarlaginu.

 

Dagskránna má sjá hér.

 

Lag hátíðarinnar má finna hér.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is