Bíldudalur - samtal um framtíðina

Stjórn Byggðastofnunar hefur falið verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Bíldudalur – samtal um framtíðina að úthluta í ár, 2016, fimm milljónum króna til að styrkja verkefni og atburði sem falla að áherslum verkefnisins. Forgangsröðun frá íbúaþingi má sjá á vef Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is/static/files/Brothaettar_byggdir/bildudalur-samantekt-lok.pdf


Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta þátttakenda í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir. Enn fremur styrkir það verkefni ef þau leiða til samstarfs aðila innan og/eða utan héraðs. Styrkhæf verkefni eru rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. Nánari reglur um styrki í verkefninu Brothættar byggir má sjá á vef Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is/static/files/Brothaettar_byggdir/verklysings/bb2-vidauki-v-styrkir-utg-2-1-mars-2016.pdf


Umsóknum um styrki skal skila rafrænt á netfangið sigga@byggdastofnun.is fyrir miðvikudaginn 6. júlí 2016.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Valgeir Ægir Ingólfsson hjá AtVest í s. 8652490, eða á netfanginu valgeir@atvest.is

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is