Blátunna

Kæru bæjarbúar

Nú er verið að dreifa blátunnunni á heimili á Patreksfirði og Bíldudal. Við vonumst til þess að þessi tunna nýtist vel heimilum til þess að flokka það sem fellur til á heimilunum.  Á tunnuna er límdur miði með því sem má fara í blátunnuna, einungis þarf að skola og þurrka þann pappa sem notaður hefur verið undir matvæli.

Festingar fyrir tunnurnar er hægt að fá hjá Gámaþjónustu Vestfjarða, einnig eru þeir með ýmsar gerðir af ílátum sem hentugt er að nota innan dyra á heimilum.

Bæklingur um nánari flokkun er í undirbúningi og verður dreift síðar.  Við vonumst eftir samvinnu við íbúa við flokkun.

Tæknideild

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is