Breyting á farmiðasölu frá Brjánslæk.

Nú þegar tveggja ferða áætlun ferjunnar Baldurs lýkur verða breytingar á afgreiðslu Baldurs á Brjánslæk. Rósa Ívarsdóttir sem hefur þjónustað afgreiðsluna dyggilega í mörg ár hætti störfum í vor af eigin ósk. Afgreiðslan var í kjölfarið efld  sem greiðasala og ferðaþjónusta og ráðin heildags starfsmaður yfir sumartímann. Hins vegar hefur ekki tekist að ráða hlutastarfsmann til að afgreiða farmiða í vetur og þess vegna var ákveðið að gera þá breytingu að farmiðasala verður við skipið eftir komu í höfn á Brjánslæk. 


Til að einfalda þá afgreiðslu eru viðskiptavinir sem eiga oft leið með ferjunni hvattir til að fá farmiða fram í tímann hjá afgreiðslunni í Stykkishólmi. Þeir sem eiga afsláttarkort geta notað það um borð á Brjánslæk.  Sem fyrr er nauðsynlegt að bóka bíla í ferjunna enda njóta þeir forgangs í bílaplássi þó alltaf sé möguleiki þó komið sé án bókunnar.


Bókunnarnúmer er 433 2254.

Hægt að ná beint í ferjuna þegar hún er á ferðinni  í síma 852 2220  


Ný vetrarverðskrá frá 1. September.

Eins og hefur verið áður lækkar verðskráin 1. September  frá sumarverðskránni  í vetrarverð sem er rúmlega 17,5% lægra. Nokkur verðhækkun er samt á vetrarverðinu frá síðasta vetri en sú verðskrá hefur staðið óbreytt  í  meira 1 ½  ár eða frá 1. janúar 2012.     


Vetraráætlun.
(frá og með 26. Ágúst)

Frá Stykkishólmi alla daga nema laugardaga kl. 15:00

Frá Brjánslæk alla daga nema laugardaga kl. 18:00  

Laugardaga til og með  14. september frá Stykkishólmi kl 09:00 Frá Brjánslæk kl. 12:00

Eftir 14. september er ekki siglt á laugardögum.  

Eftir 15. September verða viðkomur í Flatey með sama hætti og gilt hefur undangengin ár.


Allar nánari upplýsingar hjá Sæferðum ehf.  433 2254 og
seatours@seatours.is  og á heimasíðu www.seatours.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is