Deiliskipulag - Landspilda úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði

Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst skipulagslýsing að eftirfarandi
deiliskipulagi: 
 
Landspilda úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði

Um er að ræða deiliskipulag  fyrir um 4ha spildu úr landi Fremri‐Hvestu, landnr. L:140442, rétt utan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft. Markmiðið er að reisa frístundahús á lóðinni og er byggingarreitur u.þ.b. fyrir miðju lóðar í 100m  fjarlægð frá miðlínu vegar. Leyfilegt byggingarmagn verður ákvarðað nánar í deiliskipulagi, en má  gera ráð fyrir samanlögðu byggingarmagni 100‐150m² innan byggingarreits, í 1‐2 húsum  (frístundahús + gestahús/geymsla).  

Skipulagslýsing er í kynningu frá 29. janúar til 12. febrúar 2018 og er hægt að skila inn ábendingum og athugasemdum til sveitarfélagsins til lok dags þann 12. febrúar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar. 

Lýsinguna má sjá hér.


Virðingarfyllst
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is