Drög að tillögu að matsáætlun

Leiðarval við Vestfjarðaveg 60
Leiðarval við Vestfjarðaveg 60
Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi.

Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. D1, H og I.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur um sunnanverða Vestfirði.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 7. ágúst 2012. Athugasemdir skal senda með tölvupósti til kristjan.kristjansson@vegagerdin.is og helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða til Vegagerðarinnar, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is