ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS VESTURBYGGÐAR

Kynningarfundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20:00 miðvikudaginn 10. janúar og  fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 í Baldurshaga.

Megin markmið fundarins er að fá íbúa sveitarfélagsins til þess að taka virkan þátt í aðalskipulagsvinnunni og koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri varðandi aðalskipulagið.

Einnig verður kynnt á fundinum vinna við verndarsvæði í byggð  það er Milljónahverfið á Bíldudal og hluti Strandgötunnar Patreksfirði.

Vonast er til að íbúar Vesturbyggðar fjölmenni á þessi fundi og láta sig málið varða.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is