Einn svartur ruslapoki

Einn svartur ruslapoki er verkefni sem GRÆNN APRÍL hrinti af stað í fyrra. Þá ofbauð flestum það rusl sem fauk um Reykjavíkurborg eftir að snjóa leysti. Verkefnið sló í gegn, eins og sagt er, og því hrindum við því af stað aftur í ár.

 

Verkefnið er hugsað á þann hátt að allir geti að minnsta kosti tekið sér EINN SVARTAN RUSLAPOKA í hönd og týnt upp í hann:

 

  • Rusl úr eigin garði (ekki þó garðaúrgang sem þarf að flokka sérstaklega)
  • Rusl úr næsta nágrenni við eigið heimili
  • Rusl af víðavangi í næsta nágrenni við heimilið

 

Að fylla - eða hálffylla -  einn poka er lítið mál og margar hendur vinna létt verk og skila borginni hreinni og fegurri. Allar OLÍS stöðvar á landinu gefa þeim sem vilja taka þátt í verkefninu einn svartan ruslapoka. Þar sem þeim er ekki til að dreifa eru það yfirleitt áhaldahús sveitarfélaganna sem gefa poka.

 

Í ár hafa tilkynnt þátttöku í EINUM SVÖRTUM RUSLAPOKA

 

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjanesbær
  • Mýrdalshreppur (Vík í Mýrdal)
  • Vesturbyggð (Patreksfjörður)
  • Snæfellsbær
  • Garðabær – fimleikastúlkurnar þar sjá um hreinsun og fer hún fram 20. apríl
  • Rangárþing ytra

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is