Eyrarsel

Ágætu íbúar Vesturbyggðar.

Föstudaginn 1. nóvember 2013 opnar Vesturbyggð miðstöð í húsnæði Eyrarsels á Patreksfirði. Miðstöðin og endurhæfingin er ætluð fólki sem vegna veikinda eða annarra aðstæðna getur ekki tekið virkan þátt í samfélaginu, hvort heldur í vinnu eða á heimili sínu.

Í miðstöðinni verður stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu við hæfi hver og eins.

Markmið miðstöðvarinnar er að skapa hvetjandi stuðningsúrræði, að efla sjálfstraust og ábyrgð til félagslegrar þátttöku í vinnu, námi, úti í samfélaginu og að endurhæfing fari fram í heimabyggð.

Miðstöðin verður opin sem hér segir:

Mánudagar                kl: 10:00 – 12:00

Miðvikudagar            kl: 10:00 – 15:00

Föstudagar                kl. 10:00 – 15:00

 Það eru allir velkomnir að Sigtúni 17 á þessum opnunartíma og ekki þarf neina sérstaka tilvísun til að mæta þangað, hægt er að koma og kíkja í kaffi, spjalla, spila, koma með prjónana eða hvað eina sem áhugi er fyrir.

Starfsmenn miðstöðvarinnar eru :

Arnheiður Jónsdóttir

Sigríður Erlingsdóttir og

Berglind Björgvinsdóttir.

Sími miðstöðvarinnar er 450-2370 og er hún að Sigtúni 17 á Patreksfirði.

Við hlökkum til að sjá þig, endilega kíktu og sjáðu hvort þetta sé starf sem hentar þér.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is