Fasteignagjöld 2017

Á hverju ári eru lögð á fasteignagjöld á eignir í sveitarfélögum. Fasteignagjöld skiptast í fimm tegundir gjalda sem öll eru ákveðið hlutfall af fasteignamati hverrar eignar en það eru, fasteignaskattur, lóðaleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorphirðugjald.

Nokkur umræða hefur verið um hækkun á fasteignagjöldum í sveitarfélaginu. Rétt er að útskýra þá hækkun sem orðið hefur á fasteignagjöldum. Helst skýrist hún á mikilli hækkun á fasteignamati, en á þessu ári hækkaði fasteignamat í Vesturbyggð um 12%. Um árabil hefur fasteignamat á sunnanverðum Vestfjörðum verið mjög lágt en með aukinni veltu þá hefur fasteignaverð hækkað í sveitarfélaginu sem leiðir til þess að fasteignamatið hækkar. Það eitt er mjög jákvætt fyrir samfélagið og gefur til kynna meiri bjartsýni.

Eftirfarandi tafla sýnir álagningarstuðla fasteignagjalda í Vesturbyggð. Álagningastuðull fasteignagjalda hefur lækkað frá því árið 2015 en hækkun hefur verið á fráveitugjaldi, er sú hækkun tímabundin vegna mikilla og kostnaðarsamra framkvæmda við veitur sveitarfélagsins.

 

Álagningarstuðlar

2015

2016

2017

Fasteignaskattur A flokkur

0,525%

0,5%

0,5%

Fasteignaskattur B flokkur

1,32%

1,32%

1,32%

Fasteignaskattur C flokkur

1,65%

1,65%

1,65%

Vatnsgjald-íbúðarhúsnæði

0,45%

0,45%

0,45%

Vatnsgjald-atvinnuhúsnæði

0,50%

0,50%

0,50%

Fráveitugjald

0,35%

0,4%

0,4%

Sorphreinsigjald Grátunna

17.400

18.300

19.600

Sorphreinsigjald Blátunna

6.400

6.750

7.250

Umhverfisgjald

27.500

28.900

30.950

Sumarhús

27.500

28.900

30.950

Lögbýli

44.000

46.200

49.450

Lóðarleiga

3,75%

3,75%

3,75%

Sorphreinsigjald og umhverfisgjald hafa hækkað í takt við gjöld við sorphirðu og er  rétt að taka fram að sorphreinsun var um árabil niðurgreidd með öðrum tekjum í sveitarfélaginu og sú þjónusta rekin með miklu tapi enda var umhverfisgjald umtalsvert lægra hér en víðast hvar annarsstaðar. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er ekki leyfilegt að niðurgreiða sorphirðu og sorpeyðingu með tekjum úr öðrum málaflokkum.  Til þess að lækka megi álögur í þessum málaflokki þurfa íbúar að vera duglegri við að flokka og eru þeir íbúar sem ekki flokka hvattir til að kynna sér hvernig það er gert, það er minna mál en flesta grunar. Með meiri flokkun minnkar það magn sem þarf að urða sem leiðir til lægri sorphirðugjalda. Nýverið tók Vesturbyggð í notkun klippikort sem er hluti af aðgerðum til að lækka kostnað við sorphirðu. Hægt er að nálgast upplýsingar um klippikortin hér. Einnig er rétt er að hafa það í huga að vegna staðsetningar Vesturbyggðar liggur það í hlutarins eðli að kostnaður við urðun verður alltaf hærri vegna vegalengda að urðunastað. Næstu skref í átt að aukinni flokkun og í tengslum við áhersluverkefni frá íbúum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 var ákveðið hefja enn frekari endurvinnslu, með moltugerð. Í þeim tilgangi verður óskað eftir fólki til að vera í nokkurs konar visthóp sveitarfélagsins, sem tæki að sér að vera leiðandi í tilraunaverkefni um moltugerð á heimilum í Vesturbyggð. Boðnir verða styrkir til kaupa á endurvinnslutunnu fyrir þá sem vilja taka þátt og boðið verður upp á viðeigandi stuðning með námskeiðahaldi. Verkefnið verður kynnt nánar fyrir íbúum fljótlega.

 

Eftirfarandi tafla sýnir stöðu Vesturbyggðar í samanburði við önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og jaðarsvæði höfuðborgar. Í samanburðinum eru reiknuð gjöld á uþb 200 fm einbýlishús með bílskúr. Þar kemur í ljós að í Vesturbyggð eru lægstu fasteignaskattarnir. Við samanburð má sjá að lægstu fasteignaskattarnir eru á Bíldudal en 4. lægstu á Patreksfirði.  Sé tekið mið af heildargreiðslum, þá er Vesturbyggð nokkurn veginn við miðju miðað við þessi samanburðarsveitarfélög. 

 

Í töflunni er miðað við um 200 fm einbýlishús með bílskúr.

 

Fasteignam.

Þar af lóðarmat

Fasteignaskattur

Vatnsgjald

Holræsagjald

Lóðarleiga

Sorpgjöld

Samtals

Súðavík

17.650.000

1.595.000

79.425

61.775

38.830

31.900

36.224

248.154

Bolungarvík

15.800.000

1.285.000

79.000

63.200

47.400

17.990

43.900

251.490

Þorlákshöfn

26.300.000

3.370.000

99.940

31.560

65.750

23.590

31.825

252.665

Seyðisfjörður

17.450.000

1.475.000

109.063

55.840

58.458

29.500

24.509

277.369

Blönduós

19.300.000

1.780.000

96.500

59.830

54.040

35.600

41.800

287.770

Sandgerði

20.050.000

3.150.000

100.250

34.085

74.185

47.250

40.018

295.788

Hveragerði

26.700.000

3.760.000

120.150

24.030

69.420

37.600

46.770

297.970

Bíldudalur

15.650.000

918.000

78.250

70.425

62.600

34.425

57.800

303.500

Ólafsvík

23.400.000

2.920.000

102.960

77.220

37.440

52.560

34.500

304.680

Hellissandur

23.300.000

2.980.000

102.520

76.890

37.280

53.640

34.500

304.830

Mosfellsbær

52.300.000

10.300.000

132.319

49.685

73.220

35.020

26.100

316.344

Patreksfjörður

16.500.000

1.115.000

82.500

74.250

66.000

41.813

57.800

322.363

Siglufjörður

22.500.000

1.790.000

110.250

78.750

81.000

34.010

36.250

340.260

Hornafjörður

29.000.000

2.780.000

145.000

52.200

87.000

27.800

29.875

341.875

Ísafjörður

24.000.000

2.100.000

150.000

49.200

60.000

37.800

46.641

343.641

Reyðarfjörður

28.750.000

2.950.000

143.750

80.500

92.000

20.650

41.392

378.292

Stykkishólmur

34.550.000

4.840.000

172.750

60.529

62.190

57.112

46.070

398.651

Grundarfjörður

27.250.000

4.020.000

136.250

60.476

54.500

80.400

44.000

375.626

Reykjanesbær

33.000.000

5.780.000

165.000

66.000

56.100

115.600

40.018

442.718

Borgarnes

32.350.000

4.000.000

152.045

97.050

104.050

60.000

37.700

450.845

  

Vatnsgjald og fráveitugjald eru með hærra móti í Vesturbyggð og skýrist það af þeim miklu framkvæmdum og viðhaldi sem verið hefur á lagnakerfum sveitarfélagsins síðustu ár. Ekki er heimilt að reka vatns- og fráveitu sveitarfélagsins með hagnaði og eru þær hækkanir sem verið hafa hugsaðar tímabundið svo hægt sé að vinna að þeim lagfæringum sem til þarf.

Þegar heildarmyndin er skoðuð þá eru heildar fasteignagjöld í sveitarfélaginu í meðaltali yfir samanburðarsveitarfélögin eins og sjá má í töflunni hér að ofan.

Fullur skilningur er á því að heimili þoli illa auknar álögur í formi fasteignagjalda. Hins vegar er rétt að benda á samanburðinn þar sem bersýnilega kemur í ljós að fasteignagjöld í Vesturbyggð eru vel samanburðarhæf við þau sveitarfélög sem Vesturbyggð ber sig jafnan saman við, s.s. á Snæfellsnesi og stærri sveitarfélög á Vestfjörðum. Jafnframt er bent á að álag á veitur er einungis tímabundið og að lækka má kostnað við sorpeyðingu með því að flokka meira og þar eru sóknarfæri íbúa mikil.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is