Fasteignagjöld árið 2013

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Hér má sjá álagningarseðill fasteignagjalda fyrir árið 2013.

 

Gjalddagar eru átta á árinu: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september.

 

Ef ekki er greitt fyrir eindaga, sem er í lok mánaðar, reiknast dráttarvextir.

 

Gjöld eru lögð á fasteignir og lóðir samkvæmt eftirfarandi álagningarreglum og stuðlum:

Gjald
Íbúðir
Aðrar eignir
Fasteignaskattur 0,525% 1,32% / 1,65%
Lóðarleiga 3,75% 3,75%
Vatnsgjald 0,45% 0,50%
Fráveitugjald 0,35% 0,35%
Sorpgjald 40.800 kr. Sjá gjaldskrá

 

  • Fasteignaskattur, vatnsgjald og fráveitugjald eru reiknuð út frá fasteignamati húss og fasteignamati lóðar.
  • Lóðarleiga er reiknuð út frá fasteignamati lóðar.
  • Sorpgjald er lagt á íbúðarhúsnæði 40.800 kr. á sorptunnu, 15.800 kr. fyrir sorphirðu og 25.000 kr. fyrir sorpeyðingu.
  • Sorpeyðingargjald 25.000 kr. á fasteign er lagt á sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru vegna snjóflóðahættu og 40.000 kr. á lögbýli. Á fyrirtæki, stofnanir og félög, sem ekki hafa samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf um eyðingu sorps, er lagt sorpeyðingargjald samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

Greiðsluseðlar eru ekki sendir út í pósti en birtast í heimabanka.

 

Sjá nánar um gjaldskrár á heimasíðu Vesturbyggðar www.vesturbyggd.is.

 

Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi vegna íbúða þeirra til eigin nota. Afslátturinn, að hámarki 77.200 kr., er tekjutengdur.

 

Kærufrestur álagningar fasteignagjalda er til 28. febrúar 2013.

 

Vinsamlegast hafið samband við bæjarskrifstofurnar í síma 450 2300 ef óskað er frekari upplýsinga. 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is