Ferðir yfir Breiðafjörð

Baldur
Baldur
Breiðafjarðarferjan Baldur fer í slipp í tíu daga í lok september.

 

Ef allt gengur samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að siglingar Baldurs hefjist aftur föstudaginn 5. október samkvæmt vetraráætlun.

 

Meðan á viðhaldi ferjunnar stendur verða farnar þrjár ferðir í viku frá Stykkishólmi til Flateyjar með póst, fólk og farangur á skipinu Særúnu. Heimilt verður að framlengja Flateyjarferðina til Brjánslækjar a.m.k. tvisvar í viku ef nauðsyn ber til, s.s. vegna skólahópa eða að öðrum hliðstæðum ástæðum. Ósk um slíkt þarf að berast útgerð skipsins með góðum fyrirvara.

 

Útgerð Baldurs bendir á að með Særúnu verður eingöngu hægt að taka farangur og farm sem flytja má á höndum úr og í skipið. Þeir sem þurfa að flytja þyngri hluti þurfa því að gera aðrar ráðstafanir meðan á viðhaldi Baldurs stendur.

 

Áætlun Særúnar þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga

  • Frá Stykkishólmi kl 15:00
  • Frá Flatey kl 18:00, stopp er klukkutími og þrjú korter, 1 ¾ klst., ef fyrir liggur að engir farþegar eru fram og til baka í Flatey samdægurs er brottför frá Flatey 16:30
  • Frá Brjánslæk kl. 17:00, þegar siglt er þangað.

 

Útgerðin vonast eftir að þessi röskun valdi sem minnstum óþægindum fyrir viðskiptavini sína en frekari upplýsingar er að fá í síma 433 2254 eða gegnum netföngin seatours@seatours.is og petur@seatours.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is