Fjarðalax hættir við uppsagnir

Stjórnendur Fjarðalax og bæjaryfirvöld Vesturbyggðar komust að samkomulagi í dag sem felur í sér að uppsagnir fjórtán starfsmanna fyrirtækisins, sem starfa við vinnslu og pökkun á Patreksfirði, verða dregnar til baka. 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, fagnar þessu samkomulagi enda hafi uppsagnirnar komið verulega á óvart og verið mikið reiðarslag fyrir bæjarfélagið og viðkomandi starfsfólk, hefðu þær komið til framkvæmda.

Að sögn Einars Arnar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Fjarðalax, hyggst félagið með þessari ákvörðun leita leiða með Vesturbyggð og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu til þess að finna lausn sem tryggir varanlega vinnslu afurða félagsins á atvinnusvæðinu.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is