Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2013

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2013 var samþykkt í bæjarstjórn Vesturbyggðar við síðari umræðu 10. desember sl.

 

 • Tekjuaukning Vesturbyggðar milli ára vegna fólksfjölgunar og aukinna umsvifa.
 • Reksturinn fyrir fjármagnsliði jákvæður um 43 milljónir kr.
 • Tap samstæðunnar áætlað 42 milljónir kr. á árinu.
 • Veltufé frá rekstri áætlað 59 milljónir kr.
 • Langtímaskuldir áætlaðar 992 milljónir kr. Skuldir verða greiddar niður um 10 milljónir kr. á árinu.

 

 • Skuldahlutfall lækkar úr 173% í 157%.

 

Bæjarstjórnin stendur sameiginlega að áætluninni sem sem unnin var í nánu samstarfi við alla stjórnendur Vesturbyggðar.

 

Sérstök áhersla er lögð á viðhald eigna enda hefur lítið svigrúm verið til þess undanfarin ár vegna rekstrarerfiðleika og aðhalds í rekstrinum.

 

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Patreksfirði fyrir ofan skólamannvirki og sjúkrahús hefjast á árinu.

 

Undangengin ár hefur mikils aðhalds gætt í rekstri og hefur töluvert gengið við fjárhagslega endurskipulagningu. Unnið hefur verið að skuldalækkun með sölu fasteigna, niðurgreiðslu skulda og endurfjármögnunar óhagstæðra lána. Langtímaskuldir Vesturbyggðar eru í dag um 990 milljónir við tvo lánadrottna, Lánasjóð sveitarfélaga og Íbúðalánasjóð. Enn er gert ráð fyrir raunlækkun skulda á næsta ári.

 

Mikil áhersla er í fjárhagsáætluninni á viðhald eigna þar sem verkefnum er forgangsraðað, endurnýjun á búnaðai og framkvæmdir við vatnsveitu og fráveitu. Þörfin á viðhaldi er mjög mikil á veitum sveitarfélagsins. Gjaldskrár fylgja breytingu verðlags og hækka um 5%.

 

Þrátt fyrir erfiða stöðu er bæjarstjórn Vesturbyggðar bjartsýn á framtíð sveitarfélagsins enda er atvinnuástand mjög gott og töluverð fjölgun íbúa í sveitarfélaginu eftir áratuga fækkun, en nú er íbúafjöldinn rétt undir 1.000 manns. Blikur eru þó á lofti og rétt að hafa allan varan á vegna óvissuástands í sjávarútvegi. Breytingar á afkomu fyrirtækja mun hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins þar sem sjávarútvegur er burðarás atvinnulífsins í Vesturbyggð.

 

Heildarskuldbindingar Vesturbyggðar; langtímalán, skammtímalán og lífeyrissjóðsskuldbindingar eru áætlaðar að verði 1.325 milljónir og eigið fé 168 milljónir kr. í lok næsta árs Skuldahlutfall er áætlað að lækki úr 173% í 157%í lok næsta árs.


Helstu fjárhagsniðurstöður

 • Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 42 milljónir. Er áætlaður 84 milljónir í fjárhagsáætlun 2012.
 • Fjármagnsliðir eru áætlaðir 85 milljónir. Eru 93 milljónir í fjárhagsáætlun 2012.
 • Rekstrarniðurstaðan er neikvæð um 42 milljónir en er áætluð neikvæð um 9 milljónir í fjárhagsáætlun 2012.
 • Veltufé frá rekstri er áætlað 59 milljónir kr. er áætlað 92 milljón kr. í fjárhagsáætlun 2012.


Útsvar og fasteignagjöld
Útsvarsprósenta verður óbreytt frá fyrra ári. Álagningarstuðull fasteignaskatts á A-flokk húsnæðis (íbúðir) hækkar í 0,525%, vatnsgjald á íbúðir hækkar tímabundið í 0,450% vegna vatnsveituframkvæmda og fráveitugjald hækkar í 0,350% vegna endurbóta á lagnakerfi. Aðrir álagningarstuðlar fasteignagjalda verða óbreyttir.

 

Helstu verkefni

 • Viðhald á Patreksskóla, málun og nýjar vatnslagnir.
 • Viðhald á Bíldudalsskóla, nýir gluggar, seinni áfangi, nýjar vatnslagnir og gólfefni á salerni.
 • Viðhald á leikskólunum Arakletti og Tjarnarbrekku.
 • Viðhald á Félagsheimilum, málun á Félagsheimilinu á Patreksfirði, ný teppi í Félagsheimilið á Patreksfirði, ný teppi í Félagsheimilið á Bíldudal, múrviðgerðir og málun á Félagsheimilið á Birkimel.
 • Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Klif og Litli-Dalur.
 • Viðhald á íbúðum Fasteigna Vesturbyggðar.
 • Nýjar gangstéttar á Patreksfirði og Bíldudal.
 • Innskönnun teikninga og frekari flokkun.
 • Aukið starf fyrir aldraða.
 • Nýjar stofnæðar í vatnsveitu á Bíldudal og Patreksfirði.
 • Strandgata á Bíldudal fullkláruð.

 


Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Sími: 864-2261. Netfang: asthildur@vesturbyggd.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is