Flugeldasala og áramótabrenna á Patreskfirði.

Flugeldasala björgunarsveitarinnar Blakks verður í Sigurðarbúð við Oddagötu og verður opnunartími sem hér segir:

laugardaginn      28. desember er opið frá kl. 12:00 – 22:00

sunnudaginn      29. desember er opið frá kl. 12:00 – 22:00

mánudaginn       30. desember er opið frá kl. 12:00 – 22:00

Gamlársdag        31. desember er opið frá kl. 10:00 – 14:00

Á gamlársdagskvöld kl. 20:25 verður hin hefðbundna kyndlaganga frá kirkjugarðinum og í framhaldi af því verður kveikt í brennunni í Geirseyrarmúlanum. Um 21:00 munu skotstjórar björgunarsveitarinnar verða með flugeldasýningu sem fyrirtæki nær og fjær hafa styrkt.

Flugeldasala er mikilvæg fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar og hvetjum við alla til að styðja við bakið á björgunarsveitunum með flugeldakaupum.

Björgunarsveitin Blakkur þakkar öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum sem hafa stutt við bakið á okkur í ár og undanfarin ár.

Rétt er að minna á dósasöfnunarkör sem standa fyrir utan Sigurðarbúð og einnig er dósasöfnunarkar á sorpsvæðinu á Vatneyrinni og eru allar endurvinnsludósir velkomnar á þessa staði!! Margt smátt gerir eitt stórt!!

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is