Forstöðumaður félagsmiðstöðvar á Bíldudal

Starfið er hlutastarf og fer fyrst og fremst fram á kvöldin. Félagsmiðstöðin er opin þriðjudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld.

Starf forstöðumanns er fjölbreytt og krefjandi og í því felst:

Daglegur rekstur félagsmiðstöðvar, þ.m.t. innkaup og einfalt bókhald.

Skipulag innra starfs í nánu samstarfi við félagsmiðstöðvarráð og forstöðumann félagsmiðstöðvar á Patreksfirði

Hvetja unglinga til þátttöku og ýta undir sköpunargleði og ábyrgð þeirra.

Fylgjast með nýjungum og þróun í starfi annarra félagsmiðstöðva og mynda tengslanet við þær.

Skipulag og utanumhald reglulegra viðburða félagsmiðstöðvar s.s. útvarp Vestend og SAMFÉS  þ.m.t. fjáröflun. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með unglingum, er drífandi og hugmyndaríkur. Reynsla er kostur.

Um laun fer eftir gildandi kjarasamningum. Umsóknir og fyrirspurnir berist til  félagsmálastjóra Vesturbyggðar. Sími 450 2300, netfang elsa@vesturbygggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 201

Vesturbyggð áskilur sér rétt til þess að fara fram á sakavottorð frá umsækjendum, eins og í öðrum störfum með börnum og unglingum.

Áhersla er lögð á gott samstarf við unglinga í öllum hverfum Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is