Frá vefstjóra

Á heimasíðu Vesturbyggðar er atburðadagatal sem ætlunin er að prófa að virkja betur en gert hefur verið.  Nú er óskað eftir samvinnu við félög og fyrirtæki í sveitarfélaginu um viðburði þarna inni.  Hugmyndin er að setja inn alla viðburði þar sem almenningi er boðið að taka þátt.  Hér er því ekki um að ræða almenna félagsfundi.


Forsvarsmenn félaga og fyrirtækja geta fengið aðgang að atburðardagatalinu þar sem þeir sjálfir geta sett viðburði inn.  Einnig er hægt að senda inn upplýsingar á vefstjori@vesturbyggd.is ásamt texta en það getur tekið smá tíma að birta þær.  

Þetta er bæði gert í auglýsingaskyni en einnig er hugmyndin að hafa vettvang fyrir þá sem eru að skipuleggja aðra viðburði fram í tímann.  Þá er hægt að sjá hvort eitthvað rekst á í okkar samfélagi sem er í flestum tilfellum í góðu lagi en óheppilegt í öðrum.

 

Fréttir á vef Vesturbyggðar eru ekki ætlaðar sem fréttaveita fyrir svæðið, þó svo flest hafi verið birt sem berst til vefstjóra.  Meiri áhersla er lögð á tilkynningar sem koma frá sveitarfélaginu sjálfu. Vonir standa til þess að einhver sjái sér hag í því að hefja rekstur fréttaveitu fyrir sunnanverða Vestfirði.  

 

Á heimasíðunni er einnig flipi þar sem laus störf á svæðinu eru auglýst.  Þar inni er öllum heimilt að senda inn auglýsingar um þau störf sem eru í auglýsingu.

 

 

Kveðja

Davíð Rúnar

Vefstjóri Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is