Frumvarp um rafrænar íbúakosningar sveitarfélaga og rafræna kjörskrá

Ríkisstjórnin hefur samþykkt lagafrumvarp um að sveitarfélögum yrði gert kleift að íbúakosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosninga verði rafræn.

 

Frumvarpið hefur einnig verið samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna og mun innanríkisráðherra mæla fljótlega fyrir því á Alþingi.

 

Lagafrumvarpið tekur til breytinga á X. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem fjallar um samráð við íbúa og er gert ráð fyrir að heimildin verði veitt tímabundið fyrir árin 2014 til 2018 eða yfir eitt kjörtímabil sveitarstjórna.

 

Tilefni lagabreytinganna er meðal annars að koma til móts við tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins um aukna möguleika á rafrænni framkvæmd í íbúakosningum og styðja við þróun rafræns lýðræðis í sveitarfélögum.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is