Fundað um orkuskipti í Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Í dag, þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 14:00 verður fundað um orkuskipti í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Á fundinum verður fjallað um möguleikann á orkuskiptum ásamt því að farið verður yfir kosti og galla rafbíla. Umræða um orkuskipti hafa aukist mikið að undanförnu og ljóst að margir velta fyrir sér kostum og göllum vistvænna bíla og innviðum fyrir þá. Er fundur til þess gerður að svara þeim spurningum sem geta legið á fólki er þetta varðar

Fundurinn er opinn öllum og verður haldinn í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Fundinum verður varpað út í fjarfundi í Hnyðju á Hólmavík og Skor á Patreksfirði.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

14:00 - 14:20 Anna Margrét – NýOrka - Stefnumótun Íslenskra stjórnvalda - Rafvæðing bílaflotans.

14:20 – 14:40 Sigurður Ingi Friðleifsson Orkusetur - rafbílar kostir og gallar.

14:45 – 15:00 Lína Björg Tryggvadóttir Fjórðungsamband Vestfirðinga- Orkunotkun - umhverfisvottun Vestfjarða.

15:00 – 15:45 Umræður

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is