Fundur FAAS félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga þriðjudaginn 25. júní kl. 20:00 í FHP

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, heldur fræðslu- og upplýsingafund á Patreksfirði, þriðjudaginn 25. júní  n.k. Fundurinn sem hefst kl. 20.00 verður haldinn í Litla salnum í  Félagsheimilinu á Patreksfirði. Dagskrá: •    Formaður FAAS, Fanney Proppé Eiríksdóttir setur fundinn og segir frá starfi félagsins •    Framkvæmdastjóri FAAS, Svava Aradóttir flytur erindi sem hún nefnir: „Af hverju lætur       hún mamma svona?“ Í erindinu verður fjallað um heilabilunarsjúkdóma, einkenni þeirra                    og hvernig hægt er að halda góðum og gefandi samskiptum við fólk með sjúkdómana •    Fyrirspurnir og umræður Eitt af markmiðum FAAS er að efla fræðslu- og upplýsingastarf á landsbyggðinni og er fundurinn á Patreksfirði þáttur í því. Stefnt er að stofnun tenglanets á sunnanverðum Vestfjörðum og verður sú hugmynd kynnt á fundinum. FAAS hvetur áhugasama til að mæta og taka þátt í umræðum um málefni fólks með heilabilun.   Allir áhugasamir eru velkomnir. Bestu kveðjur Stjórn FAAS

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is