Fyrsti fundur Ungmennaráðs Vesturbyggðar

Fyrsti fundur Ungmennaráðs Vesturbyggðar var haldinn miðvikudaginn 12. nóvember 2014. Ráðið skipa; Guðrún Grétarsdóttir frá Grunnskóla Vesturbyggðar, Linda Kristín Smáradóttir FSN, Jórunn Sif Helgadóttir valin af Fræðslu- og æskulýðsráði, Matthías Guðmundsson frá FSN og Rúnar Örn Gíslason frá Grunnskóla Vesturbyggðar.

Á þessum fyrsta fundi valdi ráðið sér formann, Jórunni Sif Helgadóttur, Matthías Guðmundsson gegnir stöðu varaformanns og Linda Kristín Smáradóttir er ritari. Patrekur Örn Gestsson kom inn sem varamaður fyrir Matthías Guðmundsson.

Birna F. Hannesdóttir fulltrúi í Fræðslu- og æskulýðsráði og tengill við ungmennaráð og Gerður Sveinsdóttir formaður Fræðslu- og æskulýðsráðs sátu einnig þennan fyrsta fund ásamt Elsu Reimarsdóttur frístundafulltrúa.

Hlutverk Ungmennaráðs Vesturbyggðar er að vera ráðgefandi um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Markmið og hlutverk þess er m.a.:

  • Að skapa vettvang til þess að gera ungu fólki, 12-25 ára, kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila.
  • Að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks og geri tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks. 
  • Að veita fulltrúum úr ráðinu fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum viðbrögðum.

Ungmennaráð vill hvetja ungt fólk í sveitarfélaginu til þess að hafa samband við fulltrúa þess og koma á framfæri hugmyndum og/eða ábendingum er varða ungt fólk.

Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar eru aðgengilegar hér.

Fundargerðir ráðsins birtast á heimasíðu Vesturbyggðar og verða aðgengilegar undir flokknum Stjórnsýsla> Nefndir, ráð og stjórnir > Fundargerðir

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is